Fagnámskeið fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu stendur yfir á Hólmavík
Fagnámskeið fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu stendur nú yfir á Hólmavík. Námskeiði hófst í apríl og stefnt er að því ljúki 19. maí næstkomandi. Þátttakendur á námskeiðinu eru fimmtán talsins og koma frá Hólmavík, Dalasýslu, Drangsnesi og úr Reykhólasveit. Kennt er tvo daga vikunnar frá kl 16-20 og einn laugardag. Kennarar, sem flestir eru hjúkrunarfræðingar, koma frá Ísafirði og Borgarnesi. Námskeiðið er kennt samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, en tveir fyrstu hlutar námskrárinnar voru kenndir á vorönn 2007 og það sá þriðju og síðasti sem nú er verið að kenna.
Deila