Færni í ferðaþjónustu I - síðustu forvöð að skrá sig!
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í námið Færni í ferðaþjónustu I. Lokað verður fyrir skráningu 20. mars.
Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslustunda nám og er ein af vottuðum námsleiðum frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Fræðslumiðstöð atvinnulífisins veitir einnig styrk til kennslunnar, þannig að þátttökugjald verður einungis 10 þúsund krónur á mann.
Námið er ætlað starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni, t.d. sumarstarfsfólki.
Námsskráin verður kennd með svokölluðu dreifnámssniði, sem þýðir að blandað verður saman staðbundinni kennslu og fjarkennslu. Að námi loknu fá þátttakendur staðfestingu á náminu og er heimilt að meta það til allt að 5 eininga á framhaldsskólastigi.
Til að námið geti farið af stað þurfa að vera að lágmarki 10 þátttakendur. Því er mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Nánari upplýsingar eru hér á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Námsskrána í heild sinni er að finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Deila
Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslustunda nám og er ein af vottuðum námsleiðum frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Fræðslumiðstöð atvinnulífisins veitir einnig styrk til kennslunnar, þannig að þátttökugjald verður einungis 10 þúsund krónur á mann.
Námið er ætlað starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni, t.d. sumarstarfsfólki.
Námsskráin verður kennd með svokölluðu dreifnámssniði, sem þýðir að blandað verður saman staðbundinni kennslu og fjarkennslu. Að námi loknu fá þátttakendur staðfestingu á náminu og er heimilt að meta það til allt að 5 eininga á framhaldsskólastigi.
Til að námið geti farið af stað þurfa að vera að lágmarki 10 þátttakendur. Því er mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Nánari upplýsingar eru hér á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Námsskrána í heild sinni er að finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.