Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Endurmenntun kennara og námskeið fyrir ferðaþjónustu.

Þótt sumarið sé rólegur tími í fullorðinsfræðslunni þá eru allnokkur námskeið fyrirhugað í sumar.

Fræðslumiðstöðin er nú að undirbúa tvö námskeið fyrir ferðaþjónustuna, sem haldin verða á næstunni. Er annað þeirra svokallað þjónustunámskeið og hitt námskeið í skyndihjálp. Bæði námskeiðin verða kennd á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og verða þau auglýst betur á næstu dögum.

Þá hefur Fræðslumiðstöðin haldið utan um og skipulagt um nokkurra ára skeið endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara á Vestfjörðum. Hafa nú verið auglýst 6 slík námskeið, sem öll verða kennd í ágúst.

Meðfylgjandi mynd er af glaðbeittum skólastjórum á námskeiði hjá Fræðslumiðstöðinni fyrir nokkrum árum.

Deila