Dagur íslenskrar tungu á Flateyri
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Í tilefni af því verður dagskrá í Flateyrarkirkju í samvinnu Fræðslumiðstöðvarinnar, Grunnskóla Önundarfjarðar, kirkjunnar og Leikfélags Flateyrar.
Boðið verður upp á fræðslu um Jónas Hallgrímsson og upplestur úr verkum hans. Unglingar munu lesa ljóð, Katrín Guðjónsdóttir syngur einsöng, Heiðrún Tryggvadóttir flytur stytta kynningu á Jónasi Hallgrímssyni ungum og Huldar Breiðfjörð les úr nýjum barnabókum.
Dagskráin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir.
Deila
Boðið verður upp á fræðslu um Jónas Hallgrímsson og upplestur úr verkum hans. Unglingar munu lesa ljóð, Katrín Guðjónsdóttir syngur einsöng, Heiðrún Tryggvadóttir flytur stytta kynningu á Jónasi Hallgrímssyni ungum og Huldar Breiðfjörð les úr nýjum barnabókum.
Dagskráin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir.