Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Dagskrá haustsins að taka á sig mynd

Nú er unnið hörðum höndum að því að ganga frá dagskrá haustsins hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og er hún nánast tilbúin. Búið er að setja fjölmörg námskeið hér inn á vef miðstöðvarinnar og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar um það undir Námskeið hér á vefnum.

Byrjað er að taka við skráningum á námskeiðin, bæði er hægt að skrá sig hér á vefnum en einnig með því að hringja í síma 456 5025.

Verið er að leggja loka hönd á Námsvísinn sem gefinn er út á hverju hausti og verður honum dreift í öll hús á Vestfjörðum seinna í þessum mánuði. Eins og áður verða svo reglulega gefnir út blöðungar sem auglýsa það sem er næst á dagskrá.
Deila