Atvinnulausum býðst 50% afsláttur af námskeiðum frá EHÍ
Endurmenntun HÍ hefur ákveðið að bjóða fólki án atvinnu 50% afslátt af námskeiðsverði nokkurra vornámskeiða. Þar á meðal eru tvö námskeið sem eru í boðið í gegnum fjarfundabúnað hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Það eru námskeiðin Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson og Lög og réttur fyrir 50+.
Bæði þessi námskeið hefjast 20. apríl en nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst til þess að sjá hvort lágmarksþátttaka fæst.
Hægt er að skrá sig á þessi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 eða hér á vefnum. Nauðsynlegt er að taka fram í athugasemdarreit við skráningu að viðkomandi sé atvinnulaus og jafnframt þarf að sýna staðfestingu frá Vinnumálastofnun.
Deila
Bæði þessi námskeið hefjast 20. apríl en nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst til þess að sjá hvort lágmarksþátttaka fæst.
Hægt er að skrá sig á þessi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 eða hér á vefnum. Nauðsynlegt er að taka fram í athugasemdarreit við skráningu að viðkomandi sé atvinnulaus og jafnframt þarf að sýna staðfestingu frá Vinnumálastofnun.