Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Átt þú kost á að sækja námskeið frítt?

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vekur athygli á því að með samstarfi við tiltekin stéttarfélög og starfsmenntasjóði getur fólk sótt ákveðin námskeið sér að kostnaðarlausu.

Félagsfólk Kjalar stéttarfélags (FosVest) getur sótt eftirfarandi námskeið sér að kostnaðarlausu:

Stjörnuhiminninn yfir Íslandi

Microsoft Teams og OneDrive - grunnur

Betri tímastjórnun

Íslenska f. byrjendur - fjarkennt

Með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja starfstengd námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Mörg námskeið geta fallið í þennan flokk. Vinnustaðir og starfsfólk í þessum félögum er hvatt til að kynni sér málið sjái það námskeið sem það hefur áhuga á.

Öðrum vinnustöðum og fólki í öðrum stéttarfélögum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalda. Endurgreiðslan getur verið allt að 90%

Deila