Átján ljúka fiskvinnslunámskeiði á Hólmavík
Föstudaginn 10. febrúar lauk 60 kennslustunda fiskvinnslunámskeiði sem átján starfsmenn Hólmadrangs á Hólmavík tóku þátt í. Um er að ræða Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk sem kennt er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Á námskeiðinu eru teknir fyrir fjölmargir þættir sem snúa að fiskvinnslunni sjálfri, til dæmi hreinlæti, gerlagróður, gæðakerfi og fleira. Einnig eru tekin fyrir atriði sem snúa að vinnustaðnum, svo sem vinnuaðstaða, samskipti á vinnustað, öryggi og kjaramál. Alls komu sjö kennarar að kennslu á námskeiðinu og voru þrír þeirra heimamenn. Umsjón með námskeiðinu hafði Kristín S. Einarsdóttir sem er verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga.
Þetta er þriðja fiskvinnslunámskeiðið sem haldið er á Vestfjörðum eftir að nýtt fyrirkomulag um fjármögnun námskeiðanna tók gildi laust fyrir síðustu áramót. Til stendur að halda samskonar námskeið í öllum byggðakjörnum þar sem fiskvinnslur eru starfandi fyrir vorið og fara síðan af stað með framhaldsnámskeið á haustönn.
Hluti af þátttakendum og leiðbeinendum á fiskvinnslunámskeiðinu á Hólmavík.
Deila
Þetta er þriðja fiskvinnslunámskeiðið sem haldið er á Vestfjörðum eftir að nýtt fyrirkomulag um fjármögnun námskeiðanna tók gildi laust fyrir síðustu áramót. Til stendur að halda samskonar námskeið í öllum byggðakjörnum þar sem fiskvinnslur eru starfandi fyrir vorið og fara síðan af stað með framhaldsnámskeið á haustönn.
Hluti af þátttakendum og leiðbeinendum á fiskvinnslunámskeiðinu á Hólmavík.