Allt á fullu!
Þriðjudaginn 28. október voru 8 námskeið í gangi hjá Fræðslumiðstöðinni frá kl. 17:00 - 21:30. Tveim af þeim er síðan lokið, þ.e. Inngangur að forritun og Lestur ársreikninga. Framhald verður að forritunarnámskeiðinu og ef einhverjir hafa áhuga, þá endilega skrá sig. Það heitir Framhaldsnámskeið í forritun og hefst þegar næg þátttaka hefur náðst.
Í kvöld, miðvikudaginn 29. október lýkur síðan námskeiðinu Arfur kynslóðanna, þar sem farið er í hvernig hægt er að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur – munnmælasögur eða sögur úr lífinu – minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að varðveita og koma áfram til næstu kynslóða.
Annað kvöld hefst enskunámskeið fyrir byrjendur og er enn tækifæri á að skrá sig. En það sem er í gangi er td. kennsla á iPad og iPhone, excel námskeið, íslenska fyrir útlendinga og ekki má gleyma námsskránum sem eru í gangi. Þær eru Skrifstofuskólinn, Meðferð matvæla, Grunnnám skólaliða, Þjónustuliðar og Landnemskóli II. Allt eru þetta námsskrár frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og eru styrktar af þeim, þannig þátttakendur þurfa ekki að greiða nema lítinn hluta af því sem annars þyrfti að greiða.