Aftur í nám - opinn kynningarfundur
Laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 13:30 stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir opnum fundi þar sem Jón Einar Haraldsson (Lambi) mun kynna á námskrána Aftur í nám, sem gefin er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Um er að ræða 95 kennslustunda nám ætlað þeim sem komnir eru af unglingsaldri og glíma við lestrar? og skriftarörðugleika. Tilgangur námsins er að þjálfa námsmenn í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og efla sjálfstraust þeirra. Auk Ron Davis þjálfunar er farið í sjálfstyrkingu, íslensku og tölvu? og upplýsingatækni. Bæði er um að ræða einstaklings? og hópkennslu.
Námið má meta til allt að 7 eininga í framhaldsskólum.
Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og eru allir velkomnir.
Deila
Um er að ræða 95 kennslustunda nám ætlað þeim sem komnir eru af unglingsaldri og glíma við lestrar? og skriftarörðugleika. Tilgangur námsins er að þjálfa námsmenn í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og efla sjálfstraust þeirra. Auk Ron Davis þjálfunar er farið í sjálfstyrkingu, íslensku og tölvu? og upplýsingatækni. Bæði er um að ræða einstaklings? og hópkennslu.
Námið má meta til allt að 7 eininga í framhaldsskólum.
Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og eru allir velkomnir.