Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Aftur í nám

9. nóvember 2009
Mánudaginn 9. nóvember, kl. 19 (í kvöld) hefst hópkennslan í námsskránni Aftur í nám. Aftur í nám er ein af þeim námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem nú eru í gangi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Aftur í nám er fyrir lesblinda og byggir á aðferðum Ron Davis. Leiðbeinendur eru þeir Jón Einar Haraldsson (Lambi) og Sturla Kristjánsson.

Námskráin samanstendur af 4 námsþáttum. Sá stærsti er einstaklingsaðstoð en hinir eru hóptímar. Það eru einmitt hóptímarnir sem hefjast í kvöld. Enn er hægt að bætast við og eru allir sem áhuga hafa á að kynna sér lesblindu eða aðra námshamlanir hvattir til að hafa samband við Fræðslumiðstöðina nú á meða þeir Lambi og Sturla eru á svæðinu. Sem betur fer er umræðan um lesblinduna að opnast og fólk farið að líta á hana og aðrar námshamlanir eins og nærsýni eða aðrar sjóntruflanir. Þeir sem gerst þekkja segja þó að lesblinda sé ekki til heldur aðeins rangar aðferðir við að kenna lestur.

Auk námsskrárinnar Aftur í nám, eru 3 aðrar námsskrár FA í gangi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þær eru Grunnnám fyrir skólaliða, Landnemaskólinn og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum.
Námsskrár FA eru einnig kallaðar vottaðar námsleiðir vegna þess að menntamálaráðuneytið hefur heimilað að þær megi meta til eininga í framhaldsskólum.
Lambi (Jón Einar Haraldsson)Sturla Kristjánsson
Deila