Aðalfundur 2012
6. júní 2012
Aðalfundur fulltrúaráðs Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða var haldinn fimmtudaginn 31. maí s.l.
Veruleg aukning var á starfsemi miðstöðvarinnar á milli áranna 2010 og 2011.
Árið 2011 voru kenndar 4.739 stundir en 3.516 á árinu 2010. Nemendastundir (fjöldi þátttakenda margfaldaður með lengd námskeiðs í kennslustundum) voru um 50.000 en um 41.000 árið áður.
Samanlagður fjöldi nemenda (þátttakenda) var 1.128 og alls komu 736 einstaklingar við sögu á námskeiðum. Eru það um 15% af íbúum Vestfjarða 21 árs og eldri. Konur voru 68% og karlar 32%. Algengasti aldurshópurinn var 45 ? 54 ára.
Eftir flokkum skiptist námið þannig að í flokknum almenn námskeið, sem felur í sér tómstundanám og endurmenntun, voru 722 kennslustundir (15%), í íslensku fyrir útlendinga voru 820 kennslustundir (17%) og í réttindanámi og öðru vottuðu námi voru 3.207 kennslustundir (68%).
Á árinu 2011 veitti Fræðslumiðstöðin 451 viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og voru konur 47% en karlar 53% viðmælenda. Árið 2010 var fjöldi viðtala 472.
Helstu nýsköpunarverkefni voru gerð námsefnis og prófa fyrir erlenda frístundafiskimenn, aðlögun einnar námsskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að kennslu þeirra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið námsframboð og fyrirlestraraðir um náttúrufræðileg efni og tónlist.
Rekstrartekjur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á árinu 2011 voru um 91 milljón króna samanborið við tæpar 84 milljónir árið 2010. Rekstrargjöld voru um 94 milljónir króna en um 79 milljónir árið 2010. Tekjur skiptust þannig að um 34% komu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vegna verkefnasamninga, um 30% komu af fjárlögum eða frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þátttökugjöld voru um 20% og aðrar tekjur um 16%.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða rekur starfsstöðvar á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Hjá miðstöðinni starfa 9 manns í rúmlega 6 stöðugildum. Að auki er náms- og starfsráðgjafi verkefnaráðinn í um hálfu stöðugildi og á milli 85 og 90 manns koma að kennslu.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er sjálfseignarstofnun og standa að henni 9 samtök og stofnanir á Vestfjöðum. Fræðslumiðstöðin er aðili að Kvasi ? samtaka fræðslu og símenntunarmiðstöðva og Leikn ? samtaka fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi.
Deila
Aðalfundur fulltrúaráðs Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða var haldinn fimmtudaginn 31. maí s.l.
Veruleg aukning var á starfsemi miðstöðvarinnar á milli áranna 2010 og 2011.
Árið 2011 voru kenndar 4.739 stundir en 3.516 á árinu 2010. Nemendastundir (fjöldi þátttakenda margfaldaður með lengd námskeiðs í kennslustundum) voru um 50.000 en um 41.000 árið áður.
Samanlagður fjöldi nemenda (þátttakenda) var 1.128 og alls komu 736 einstaklingar við sögu á námskeiðum. Eru það um 15% af íbúum Vestfjarða 21 árs og eldri. Konur voru 68% og karlar 32%. Algengasti aldurshópurinn var 45 ? 54 ára.
Eftir flokkum skiptist námið þannig að í flokknum almenn námskeið, sem felur í sér tómstundanám og endurmenntun, voru 722 kennslustundir (15%), í íslensku fyrir útlendinga voru 820 kennslustundir (17%) og í réttindanámi og öðru vottuðu námi voru 3.207 kennslustundir (68%).
Á árinu 2011 veitti Fræðslumiðstöðin 451 viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og voru konur 47% en karlar 53% viðmælenda. Árið 2010 var fjöldi viðtala 472.
Helstu nýsköpunarverkefni voru gerð námsefnis og prófa fyrir erlenda frístundafiskimenn, aðlögun einnar námsskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að kennslu þeirra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið námsframboð og fyrirlestraraðir um náttúrufræðileg efni og tónlist.
Rekstrartekjur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á árinu 2011 voru um 91 milljón króna samanborið við tæpar 84 milljónir árið 2010. Rekstrargjöld voru um 94 milljónir króna en um 79 milljónir árið 2010. Tekjur skiptust þannig að um 34% komu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vegna verkefnasamninga, um 30% komu af fjárlögum eða frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þátttökugjöld voru um 20% og aðrar tekjur um 16%.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða rekur starfsstöðvar á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Hjá miðstöðinni starfa 9 manns í rúmlega 6 stöðugildum. Að auki er náms- og starfsráðgjafi verkefnaráðinn í um hálfu stöðugildi og á milli 85 og 90 manns koma að kennslu.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er sjálfseignarstofnun og standa að henni 9 samtök og stofnanir á Vestfjöðum. Fræðslumiðstöðin er aðili að Kvasi ? samtaka fræðslu og símenntunarmiðstöðva og Leikn ? samtaka fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi.