Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að rækta garðinn sinn

Það vorar vonandi bráðum en dagskrá Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á þessari önn er hverji nærri tæmd. Eiginlega má segja að námskeiðin í apríl og maí snúi að því að rækta garðinn sinn – í beinni og óbeinni merkingu.

Þann 11. apríl er fyrirhugað námskeið um ræktun mat og kryddjurta. Svona námskeið var haldið fyrir nokkrum árum við mjög góðar undirtektir og ánægju þátttakenda. Kennari er Auður Ottesen garðyrkjufærðingur en hún er einn höfundur bókarinnar Matjurtir, ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn og margreyndur kennari á ýmiskonar námskeiðum sem snúa að ræktun.

Það gefast líka mörg tækifæri til þess að rækta sjálfan sig, hvort sem er að skerpa á tungumálakunnáttunni (Spænska og Þýska), styrkja sjálfið (Hugræn atferlistmeðferð, Leiðtogafærni) eða sinna tómstundum (Ljósmyndanámskeið, Víravirki). Síðast en ekki síst gefst þeim sem starfa í ferðaþjónustu eða vilja hasla sér völl þar kostur á að eflast í starfi með þremur námskeiðum í leiðsögutækni, gönguleiðsögn og þjónustu.

Sem sagt, nóg um að vera hjá Fræðslumiðstöðinni á vormánuðum og um að gera að skrá sig sem fyrst.

Deila