10 ára starfsafmæli
Föstudaginn 1. október s.l., minntist Fræðslumiðstöð Vestfjarða 10 ára starfsafmælis síns. Yfirskrift athafnarinnar var Frá frumkvöðlum til Fræðslumiðstöðvar. Athöfnin fór fram í húsnæði Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði, að Suðurgötu 12. Í upphafi bauð forstöðumaður gesti velkomna og fól Jóni Reyni Sigurvinssyni skólameistara og formanni stjórnar Fræðslumiðstöðvarinnar að stjórna athöfninni.
Í fyrri hluti athafnarinnar voru afhjúpaðir veggborðar til heiðurs 6 frumkvöðlum í fullorðinsfræðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Frumkvöðlarnir voru Torfi Halldórsson, Séra Sigtryggur Guðlaugsson, Ragúel Árni Bjarnason, Gyða Maríasdóttir, Hertha Schenk-Leósson og Bryndís Schram. Jón Reynir greindi frá í hverju frumkvöðulsstarf hvers og eins fólst. Á undan afhjúpun hvers borða var flutt tónlist, ýmist sungin eða leikin. Um tónlistina sáu þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og þeir nafnarnir Halldór Smárason og Halldór Sveinsson, sem kalla sig dúettinn Halldór S.
Kristján Torfi Einarsson afhjúpaði borðann um Torfi Halldórsson, en Kristján Torfi er langalangaafasonur Torfa. Á undan var leikinn Sjómannavalsinn eftir Svavar Benediktsson.
Þröstur Sigtryggsson sonur séra Sigtryggs afhjúpaði borðann um föður sinn. Á undan sungu þær Dagný og Rúna lag eftir séra Sigtrygg Heill þér héraðsskóli við texta eftir Halldór Kristjánsson.
Ingerd Forberg barnabarn Ragúels Árna afhjúpaði borðann um hann. Áður var leikið lagið Ísafjörður eftir Jónas Tómasson. Ingerd og Unni systir hennar komu frá Noregi til að vera við athöfnina, en einnig komu þau systkinin Steinunn og Helgi Hákon Jónsbörn, sem einnig eru barnabörn Ragúels Árna. Þau frændsystkinin á Íslandi og í Noregi vissu ekki hvert um annað fyrr en fyrir fáeinum árum og rakti Helgi Hákon hvernig hann hafði upp á frændfólki sínu í Noregi.
Magdalena Sigurðardóttir fyrrverandi nemandi Húsmæðraskólans og fyrrum formaður Kvenfélags Óskar afhjúpaði borðann um Gyðu. Á undan sungu þær Dagný og Rúna lagið Ég bíð við bláan sæ.
Hans Haraldsson sonur Herthu afhjúpaði borðann um móður sína. Á undan fluttu Halldórarnir lagið Lorelei og bæði léku það og sungu.
Bryndís Schram afhjúpaði svo borðann um sig. Áður var flutt lagið Je ne regrette rien sem þekktast er í flutningi Edith Piaf.
Að lokinni afhjúpun veggborðanna voru gestum bornar veitingar; kaffi, kleinur og pönnukökur. Síðan voru flutt 4 stutt erindi og nutu gestir veitinganna á meðan þeir hlýddu á þau. Halldórarnir léku ljúfa tónlist á milli erinda.
Erindin voru um upphaf Kvöldskólans sem Bryndís Schram stofnandi skólans flutti. Guðmundur Einarsson fyrrverandi forstöðumaður sagði frá Farskóla Vestfjarða. Björn Teitsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvarinnar sagði frá upphafi og stofnun miðstöðvarinnar og fyrstu skrefunum. Að lokum greindi Smári Haraldsson forstöðumaður frá Fræðslumiðstöðinni í dag.
Húsfyllir var á athöfninni, sem þóttist heppnast afar vel.
Sjá nánar um frumkvöðlana hér.
Borðana er einnig að finna hér á pdf formi
Deila
Í fyrri hluti athafnarinnar voru afhjúpaðir veggborðar til heiðurs 6 frumkvöðlum í fullorðinsfræðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Frumkvöðlarnir voru Torfi Halldórsson, Séra Sigtryggur Guðlaugsson, Ragúel Árni Bjarnason, Gyða Maríasdóttir, Hertha Schenk-Leósson og Bryndís Schram. Jón Reynir greindi frá í hverju frumkvöðulsstarf hvers og eins fólst. Á undan afhjúpun hvers borða var flutt tónlist, ýmist sungin eða leikin. Um tónlistina sáu þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og þeir nafnarnir Halldór Smárason og Halldór Sveinsson, sem kalla sig dúettinn Halldór S.
Kristján Torfi Einarsson afhjúpaði borðann um Torfi Halldórsson, en Kristján Torfi er langalangaafasonur Torfa. Á undan var leikinn Sjómannavalsinn eftir Svavar Benediktsson.
Þröstur Sigtryggsson sonur séra Sigtryggs afhjúpaði borðann um föður sinn. Á undan sungu þær Dagný og Rúna lag eftir séra Sigtrygg Heill þér héraðsskóli við texta eftir Halldór Kristjánsson.
Ingerd Forberg barnabarn Ragúels Árna afhjúpaði borðann um hann. Áður var leikið lagið Ísafjörður eftir Jónas Tómasson. Ingerd og Unni systir hennar komu frá Noregi til að vera við athöfnina, en einnig komu þau systkinin Steinunn og Helgi Hákon Jónsbörn, sem einnig eru barnabörn Ragúels Árna. Þau frændsystkinin á Íslandi og í Noregi vissu ekki hvert um annað fyrr en fyrir fáeinum árum og rakti Helgi Hákon hvernig hann hafði upp á frændfólki sínu í Noregi.
Magdalena Sigurðardóttir fyrrverandi nemandi Húsmæðraskólans og fyrrum formaður Kvenfélags Óskar afhjúpaði borðann um Gyðu. Á undan sungu þær Dagný og Rúna lagið Ég bíð við bláan sæ.
Hans Haraldsson sonur Herthu afhjúpaði borðann um móður sína. Á undan fluttu Halldórarnir lagið Lorelei og bæði léku það og sungu.
Bryndís Schram afhjúpaði svo borðann um sig. Áður var flutt lagið Je ne regrette rien sem þekktast er í flutningi Edith Piaf.
Að lokinni afhjúpun veggborðanna voru gestum bornar veitingar; kaffi, kleinur og pönnukökur. Síðan voru flutt 4 stutt erindi og nutu gestir veitinganna á meðan þeir hlýddu á þau. Halldórarnir léku ljúfa tónlist á milli erinda.
Erindin voru um upphaf Kvöldskólans sem Bryndís Schram stofnandi skólans flutti. Guðmundur Einarsson fyrrverandi forstöðumaður sagði frá Farskóla Vestfjarða. Björn Teitsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvarinnar sagði frá upphafi og stofnun miðstöðvarinnar og fyrstu skrefunum. Að lokum greindi Smári Haraldsson forstöðumaður frá Fræðslumiðstöðinni í dag.
Húsfyllir var á athöfninni, sem þóttist heppnast afar vel.
Sjá nánar um frumkvöðlana hér.
Borðana er einnig að finna hér á pdf formi