Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útleiga á aðstöðu

Á Ísafirði er Fræðslumiðstöð Vestfjarða til húsa að Suðurgötu 12. Þar eru tvær vel útbúnar kennslustofur, þar af önnur sem er líka tölvuver, eitt gott fundarherbergi, ásamt frekari aðstöðu til hópavinnu. Á staðnum er kaffiaðstaða og setustofa, ljósritunarvél og góðar þráðlausar nettengingar. Í kennslustofum eru fjarfundabúnaðir. Þar sem kennsla fer að miklum leyti fram síðdegis og á kvöldin er þessi aðstaða oft laus á dagvinnutíma og utan hefðbundins skólatíma. Þá er hún laus til útleigu og utanaðkomandi velkomið að nýta sér hana.

Á Hólmavík og Patreksfirði er Fræðslumiðstöð Vestfjarða með svipaða aðstöðu þótt minni sé og rekin í samstarfi við aðra aðila. Engu að síður er aðstaða til kennslu og fundarhalda þar oft til reiðu.