Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skipstjórnarréttindi

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður þrennskonar skipstjórnarnám.

Í fyrsta lagi er það smáskipanám, sem veitir að uppfylltum skilyrðum um siglingatíma, aldur og heilsufar, réttindi til að stjórna skipi í strandsiglingum, sem er styttri en 12 metrar að skráningarlengd. Nám þetta er í samstarfi við Tækniskóla Íslands (Skipstjórnarskólann).

Í öðru lagi býður Fræðslumiðstöðin próf til að öðlast réttindi til að stjórna skemmtibátum styttri en 24 metrum að skráningarlengd.

Í þriðja lagi sér Fræðslumiðstöðin um próf fyrir erlenda frístundafiskimenn í samstarfi við Samgöngustofu og bátaleigur. Námsefnið til þessa prófs má nálgast á vefnum plato.is.