Próftaka
Nemendur í fjarnámi geta tekið próf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Slíkar óskir þurfa alltaf að berast Fræðslumiðstöðinni frá viðkomandi skóla/fræðsluaðila. Á háskólastigi annast Fræðslumiðstöðin þessa þjónustu fyrir Háskólasetur Vestfjarða, með sérstökum samningi þar um.
Verð á próf á dagtíma þegar ekki er um að ræða próf sem fellur undir samning Háskólasetur Vestfjarða er 7.500 kr.