Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þjónusta

Fræðslumiðstöð Vestfjarða þjónustar einstaklinga, hópa, fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum. Miðstöðin er með skrifstofur og kennsluaðstöðu á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði en heldur námskeið á öðrum stöðum á Vestfjörðum eftir því sem þörf er á og þátttaka fæst.  

Fræðslumiðstöðin býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða; starfstengd námskeið, tómstundanámskeið og réttindanám.

Fræðslumiðstöðin vinnur með fyrirtækjum, stofnunum eða hópum að því að koma á fót sérsniðnum námskeiðum eða námskeiðspökkum.

Fræðslumiðstöðin býður upp á nám samkvæmt námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Um er að ræða 40-300 kennslustunda nám á ýmsum sviðum, ætlað fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi.

Náms- og starfsráðgjafi á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar heimsækir vinnustaði vítt og breitt á Vestfjörðum og veitir einnig einstaklingsviðtöl.

Auk námskeiðahalds og náms- og starfsráðgjafar veitir Fræðslumiðstöð Vestfjarða margskonar aðra þjónustu á menntasviðinu. Þar má nefna greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og stofnunum, skipstjórnarpróf bæði fyrir erlenda frístundafiskimenn og þá sem vilja sigla skemmtibátum, próftöku fyrir nemendur í framhalds- og háskólum og útleigu á aðstöðu til kennslu. Þá leggur starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar sig fram um að svara öllum fyrirspurnum fólks um nám og möguleika til menntunar