Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Spænska - tungumál, matur og menning - El español para cantarlo, comerlo y beberlo

2. september 2024

El español para cantarlo, comerlo y beberlo

Hagnýtt, hvetjandi og skemmtilegt námskeið ætlað fólki sem hefur einhvern grunn í spænsku, t.d. farið á byrjendanámskeið. Kennslan fer fram á spænsku og ensku. 

Á námskeiðinu er bæði bókleg og verkleg kennsla þar sem áhersla er lögð á að skapa spænskt andrúmsloft með spænskum kennara. Í kennslunni verða meðal annars notuð:

  • Spænsk lög þar sem áherslan er á hlustun, lestur, dans, orðaforða o.fl.
  • Tapasréttir með undirbúningi í kennslustofunni hvað varðar orðaforða fyrir t.d. innihaldsefni, áhöld, borðbúnað o.fl.
  • Hlutverkaleikir í kringum mat og borðhald eins og tilfinningar eftir smökkun o.s.frv.
  • Að vita svolítið um vín., t.d. myndbönd um "Bodegas",  þekkja orðaforða, mögulega vínsmökkun o.s.frv.

Kennari á námskeiðinu er Nieves Gómez frá Logroño í La Rioja héraðinu á Spáni. Hún hefur áratuga reynslu af því að kenna bæði börnum og fullorðnum spænsku. Nieves var með spænskunámskeið hjá Fræðslumiðstöðinni s.l. haust við góðan orðstýr. Meðal þess sem nemendur höfðu að segja um námskeiðið þá var: 

  • Góður kennari 
  • Frábært framtak að fá Nieves til að kenna 
  • Mjög skemmtilegt námskeið og frábært að hafa spænskan kennara. 
  • Gaman væri að fara á framhaldsnámskeið hjá Nieves 
  • Mjög skemmtilegt námskeið, Nieves er frábær 

Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgötu 12, Ísafirði.
Tími: 2. -17. september. Kennt mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl 17-19 (8 skipti).
Verð:  35.900 kr. Til viðbótar munu þátttakendur deila hráefniskostnaði þar sem í einum tímanum verða eldaðir spænskir réttir. 

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning