Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat

Raunfærnimat er fyrst og fremst ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og er frítt fyrir þann hóp. Aðrir geta farið í raunfærnimat en þurfa þá að greiða fyrir. 

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni, þekkingu og reynslu sem fólk hefur öðlast með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi á móti einingum á framhaldsskólastigi eða viðmiðum atvinnulífsins. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka námi sem þegar var hafið. 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á raunfærnimat fyrir fólk sem hefur starfað í 3 ár eða lengur í:

  • Fisktækni. Fyrir þau sem starfa við fiskvinnslu eða fiskeldi.
  • Leikskólaliði eða stuðningsfulltrúi. Fyrir þau sem starfa við uppeldi, umönnun og stuðning við börn í leik- og grunnskólum.
  • Félagsliði. Fyrir þau sem starfa í félags- og umönnunarþjónustu. 
  • Iðngreinum. Fyrir þau sem hafa starfað í nokkurn tíma undir stjórn iðnmeistara og vilja t.d. ljúka sínu iðnnámi. fjöldi iðngreina er í boði.
  • Skipstjórn.
  • Meðferð matvæla. Fyrir þau sem starfa við mötuneyti, veitingahús eða verslun við meðhöndlun matvæla.
  • Almennri starfshæfni. Hentar vel fólki sem er í atvinnuleit, á krossgötum, í starfsendurhæfingu eða þá sem eru að velta fyrir sér nýju starfi.
  • Almennum bóklegum greinum. 

 Raunfærnimatsferlið

  •     Kynning á ferlinu
  •     Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
  •     Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
  •     Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
  •     Matssamtal (fagaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum)
  •     Nánari staðfesting ef þess er þörf
  •     Viðurkenning (skírteini eða skráning metinna eininga í Innu)

Ráðgjafar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða gefa allar frekari upplýsingar um mat á raunfærni. Skráðu þig hér fyrir neðan og við höfum samband og förum yfir málið með þér. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning