Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tálgað í tré frestast um eina viku

Af óviðráðanlegum orsökum frestast námskeiðið Tálgað í tré um eina viku og hefst því föstudaginn 27. apríl. Viðbrögð við námskeiðinu hafa verið mjög góð og eru aðeins örfá pláss laus þrátt fyrir að kennt verði í tveimur hópum.

Hér er án efa um skemmtilegt námskeið að ræða þar sem meðal annars verður kennt að beita hníf og exi og hvernig á að umgangast og hirða um bitáhöld, kynntar ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleikar þeirra og nýtingarmöguleikar, kennt að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað ?garðaúrgangur? og svona mætti lengi telja.

Í námskeiðslýsingu er sagt að námskeiðið henti til dæmis kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu.

Kennari á námskeiðinu er Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Námskeiðið er haldið í samvinnu við vinnustofur á Hlífar á Ísafirði og fer kennslan fram þar. Verð fyrir námskeiðið eru 12.000 kr.

image
Deila