Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sykurmassinn það vinsælasta í dag

Sykurmassanámskeiðið hjá Fræðslumiðstöðinni hefur slegið í gegn. Búið er að halda tvö námskeið sem bæði voru full og kominn er biðlisti á næsta námskeið sem haldið verður laugardaginn 9. apríl. Þar sem enn er eftirspurn hefur verið ákveðið að bæta við einu námskeiði og verður það haldið laugardaginn 7. maí. Áhugasamir ættu að drífa í að skrá sig þar sem námskeiðin hafa fyllst fljótt.

Gerðar hafa verið glæsilegar kökur á þessum námskeiðum eins og myndin hér fyrir neðan ber glöggt vitni um. Það er alltaf gaman að bera fram fallegar kökur og vitað er að þátttakendur hafa verið að æfa sig fyrir afmæli, fermingar og önnur tilefni.

Þess má geta að um miðjan maí verður haldið sykurmassanámskeið á Patreksfirði.

image
Kökur gerðar á sykurmassanámskeiði 19. mars 2011.
Deila