Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið Rauða krossins fyrir börnin.

Verið að snæða hollt og gott nesti.
Verið að snæða hollt og gott nesti.
1 af 3

Unga fólkið heimsótti Fræðslumiðstöðina í dag, en þar var á ferð stór hópur sem sækir námskeið hjá Rauða krossinum sem nefnist Mannúð og menning / Gleðidagar í Barnaskólanum í Hnífsdal.

Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-9 ára og er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Börnin fá einnig innsýn í skyndihjálp, fjölmenningu og umhverfisvernd. Eldri borgarar koma í heimsókn og farið verður í útileiki og  vettvangsferðir.

Gaman er að fá svona flottan hóp í heimsókn. Þau fengu að skoða sig um í Fræðslumiðstöðinni og Rauða krossinum og síðan horfðu þau á myndband um slysavarnir.

Deila