Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Spennandi námskeið í mars

Í mars er kennir ýmissa grasa hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 

Fyrir fólk í atvinnulífinu má benda á námskeið í grunnatriðum verkefnastjórnunar og námskeið um bókhald og virðisaukaskatt.

Þeir sem vilja bæta við tungumálakunnáttuna geta kynnt sér ítölsku fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja leggja áherslu á sál og líkama má benda á námskeið í Qi Gong og námskeið um LKL matreiðslu.

Þeir sem hafa fengið sér tölvu eftir að Windows 8 kom til sögunnar geta fengið stutt námskeið sem snýr að því og á Patreksfirði er boðið upp á almennt tölvunám.

Fyrir áhugafólk um hannyrðir er áhugavert að skoða námskeið í vefnaði.

Þá býður Rauði krossinn upp á frítt námskeið í sálrænum stuðningi.

Loks má nefna að Endurmenntun HÍ ætlar nýta fjarfundabúnað Fræðslumiðstöðvarinnar til að kenna námskeið sem vekur örugglega áhuga margra en það kallast „Kjaftað um kynlíf við börn og unglinga“.

Athugið að skráning á það námskeið fer fram á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 en skráning á önnur námskeið er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 

Deila