ForsÝ­a
FrŠ­slumi­st÷­ Vestfjar­a
frmst@frmst.is
456-5025

Samvinna vi­ grunnskˇla

Nemendur Grunnskˇlans ß ═safir­i Ý smßskipanßmi hausti­ 2013.
Nemendur Grunnskˇlans ß ═safir­i Ý smßskipanßmi hausti­ 2013.

Frá því í byrjun hausts hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða verið í samvinnu við Grunnskólann á Ísafirði um smáskipanám. Elstu nemendum Grunnskólans hefur í mörg ár boðist að taka smáskipanám sem val og hefur það verið kennt í skólanum. Sú nýbreytni var tekin upp í haust að Fræðslumiðstöðin sér um kennsluna og hafa vel á annan tug nemenda mætt einu sinni í viku í allt haust til þess að læra um siglingatæki, siglingareglur og fjarskipti. Eftir áramótin verður svo haldið áfram þannig að í vor munu þessi flottu ungmenni hafa lokið þeim 115 kennslustundum sem smáskipanámið er. Umsjón með náminu er í höndum Guðbjörns Páls Sölvasonar.

Seinni partinn í nóvember hófst svo samstarf við Grunnskóla Bolungarvíkur um sama nám og fer það mjög vel af stað.

Það er markmið hjá Fræðslumiðstöðinni að eiga sem best samstarf við skólastofnanir á svæðinu. Miðstöðin hefur góða reynslu af samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði, til dæmis með viðbótarnám í vélstjórn, og það er ánægjulegt að finna samstarfsflöt með grunnskólunum líka.