Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Pólska fyrir byrjendur

Fyrir nokkrum árum hélt Fræðslumiðstöðin námskeið í pólsku fyrir byrjendur. Nú á að endurtaka leikinn ef næg þátttaka fæst og er fyrirhugað að byrja miðvikudaginn 5. febrúar kl. 18:00. Námskeið fyrir þá sem hafa engan grunn í pólsku. Farið verður í pólska stafrófið, málnotkun og lestur. Einnig verður fjallað um pólska siði og venjur.

Þetta er tilvalið námskeið fyrir þá sem eiga samskipti við pólskumælandi fólk, vinnuveitendur, starfsfólk opinberra stofnana og þjónustufyrirtækja og aðra áhugasama.

Áhugsamir eru hvattir til að ská sig sem fyrst, annað hvort með því að smella hér eða með því að hringa í síma 456 5025.

Deila