Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í sálrænum stuðningi

Rauði krossinn á norðanverðum Vestfjörðum í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið í sálrænum stuðningi miðvikudaginn 19. mars kl. 17:00-21:00.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Meðal viðfangsefna eru mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks og sorg og sorgarferli.

Kennarar á námskeiðinu eru Auður Helga Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Harpa Guðmundsdóttir iðjuþjálfi en báðar hafa langa reynslu á þessu sviði.

Námskeið eins og þetta hefur verið haldið einu sinni á ári undan farin ár og er fólki að kostnaðarlaus. Mikilvægt er að áhugasamir skrái sig, annað hvort hér á síðunni eða með því að hringja í síma 456 5025.

Deila