Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lesblinduleiðrétting

Lambi
Lambi

Áttu við sértæka erfiðleika með lestur eða ritun? Þá gæti verið gott hjá þér að hitta Lamba.

Lambi, sem heitir fullu nafni Jón Einar Haraldsson en notar aldrei það ágæta nafn, verður á ferð um Vestfirði nú í vikunni og kynnir aðferðir sem geta gagnast fólki sem á í sértökum erfiðleikum með:

  • Lestur og stafsetningu (dyslexia).
  • Rithönd (dysgraphia).
  • Reikning (dyscalculia).
  • Verklag (dyspraxia).
  • Athygli og einbeitingu (ADD/ADHD).

Ef eitthvað af þessu á við þig sem lest þessa frétt, eða einhern sem þú þekkir, gæti verið gott fyrir þig að hitta Lamba.

Lambi tekur fólk í greiningar á öllum þessum sviðum og ef þú ert kominn af grunnskólaaldri eru þær þér að kostnaðarlausu.

Þeir sem geinast með einhvern af ofangreindum erfiðleikum eiga þess kost að taka námsskrána  Aftur í nám. Námskráin er 95 kennslustundir, bæði einstaklins- og hóptímar. Kennarar eru þeir Lambi og Sturla Kristjánsson sálfræðingur. Námið kostar 68 þúsund á hvern þátttakenda. Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga endurgreiða oftast um 75% kostnaðar. Frekari upplýsingar og skráning í námið er hér.

Ef þú vilt kynna þér þetta betur eða hitta Lamba er síminn hjá honum 861 1785 og netfangið lambi@internet.is

Einnig hægt að fá upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025, eða með tölvupósti smari@frmst.is

Deila