Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á Áttinni

Á næstu vikum mun starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða heimsækja fyrirtæki til að kynna vefgáttina attin.is.

Áttin er sameiginleg vefgátt fyrir átta fræðslu- og starfsmenntasjóði þar sem fyrirtæki geta sótt um styrki á einum stað fyrir starfsfólk sitt þótt það eigi aðild að mismunandi sjóðum.

Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins hafa lengi óskað eftir einfaldara kerfi og greiðari leið fyrir þau til að sækja í fræðslu- og starfsmenntasjóði. Þau fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Með Áttinni eiga þau að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn.

Sjóðirnir sem standa að Áttinni eru IÐAN fræðslusetur, Landsmennt, Menntasjóður Verkstjórasambandsins og SA, Rafiðnaðarskólinn, Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar. Ætla má að sjóðirnir nái til um 110-120 þúsund starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum eða um 75-80% starfsmanna á þeim vinnumarkaði.

Áttin hefur samið við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kynna vefgáttina fyrir á fyrirtækjum á Vestfjörðum sem málið varðar.

Sjá nánar á attin.is

 

Deila