ForsÝ­a
FrŠ­slumi­st÷­ Vestfjar­a
frmst@frmst.is
456-5025

FrŠ­slumi­st÷­ Vestfjar­a Ý samstarf vi­ Hagvang

Samstarfi­ innsigla­ me­ handabandi.
Samstarfi­ innsigla­ me­ handabandi.

Föstudaginn 10. febrúar s.l. var undirritaður samstarfssamningur milli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Hagvangs ehf.

Með samninginum lýsa aðilar vilja sínum til nánara samstarfs um þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum. Fræðslumiðstöðin hefur boðið aðstoð við greiningu fræðsluþarfa og gerð fræðsluáætlana og Hagvangur hefur verið að hasla sér völl við margskonar ráðgjöf og þjálfun.

Vilji samningsaðila er að efla markaðsstarf sitt á Vestfjörðum og bjóða fyrirtækjum og stofnunum meiri og betri þjónustu.

Á meðfylgjandi mynd innsigla þau Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs og Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða samstarfið með handabandi. Í baksýn eru vottar að atburðinum; þau Elfa Svanhildur Hermannsdóttir verðandi forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar og Guðjón Svansson ráðgjafi hjá Hagvangi, en þau munu bera hita og þunga af framkvæmd samningsins.