ForsÝ­a
FrŠ­slumi­st÷­ Vestfjar­a
frmst@frmst.is
456-5025

FÚlags■jˇnustan Ý ═safjar­arbŠ

MargrÚt Geirsdˇttir
MargrÚt Geirsdˇttir
1 af 2

Fimmtudaginn 14. apríl var 4. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.

Þá sagði Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs frá félagsþjónustunni í Ísafjarðarbæ og lagði eðli málsins samkvæmt mesta áherslu á þjónustu við aldraða. Var erindi Margrétar einkar fróðlegt og skemmtilegt og spunnust fjörugar umræður undir fyrirlestrinum.

Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara var staddur á Ísafirði og heiðraði hann samkomuna með nærveru sinni.

Fyrirlesturinn fór fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði.

Næsta erindi í fyrirlestraröðinni verður fimmtudaginn 12. maí, en þá mun Dögg Árnadóttir lýðheilsufræðingur fjalla um lýðheilsu.

Glærurnar sem Margrét notaði má sjá hérna.